Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 13:31
Elvar Geir Magnússon
„Foden heitastur en De Bruyne er bestur í deildinni“
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eftir sigur Manchester City í borgarslagnum á sunnudag sagði Pep Guardiola stjóri City að Phil Foden væri besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.

Micah Richards, fyrrum leikmaður City, segir þó að annar leikmaður í deildinni sé sá besti.

„Hann er að spila best allra þessa stundina en er hann í raun besti leikmaður deildarinnar? Ég tel að Kevin De Bruyne sé sá besti," segir Richards.

„Mesta hrós sem ég get gefið Foden er að De Bruyne var nokkuð lengi frá og allir sögðu að City yrði ekki sama lið án hans. Foden steig þá upp og spilaði ótrúlega vel. Spurningin var hvernig hann myndi bregðast við þegar De Bruyne kæmi til baka."

„De Bruyne er númer eitt, besti miðjumaður heims. Nú þegar De Bruyne er kominn aftur hefur Foden haldið áfram að spila svona vel. Foden er að spila best allra en De Bruyne er sá besti."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner