Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Baldvin í Stjörnuna á láni (Staðfest)
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn aftur í Stjörnuna frá sænska félaginu Mjällby á láni.

Guðmundur Baldvin er 19 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Mjällby síðasta sumar. Hann var lítið sem ekkert búinn að spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og snýr núna aftur í Garðabæinn.

„Undanfarin þrjú ár hefur félagið gefið ungum leikmönnum aukið vægi innan leikmannahóps meistaraflokks karla í knattspyrnu sem hefur leitt til þess að félagið hefur selt fjölmarga leikmenn á síðastliðnum árum."

„Partur af þeirri hugmyndafræði sem við erum með snýr að því að styðja við þessa leikmenn okkar áfram og við höfum gert það í öllum tilvikum og því er það ánægjulegt núna þegar þessi möguleiki opnaðist að Gummi geti komið til baka og spilað með okkur núna í sumar. Liðið er á góðum stað og leikmennirnir hafa lagt mikið á sig og við verðum tilbúnir í byrjun móts," segir Helgi Hrannarr, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar.

Guðmundur Baldvin kom við sögu í sjö leikjum með Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Áður en hann fór út þá var hann algjör lykilmaður í Stjörnunni þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner