Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að vinna í því að ráða Dougie Freedman
Dougie Freedman.
Dougie Freedman.
Mynd: Getty Images
Manchester United er ekki bara að reyna að ráða Dan Ashworth sem yfirmann fótboltamála. Félagið er einnig að leitast eftir einstaklingum í fleiri störf á bak við tjöldin.

Núna segir Independent að félagið sé að reyna að ráða Dougie Freedman í háttsett starf sem kemur að leikmannamálum félagsins (e. head of recruitment).

Freedman starfar í dag sem yfirmaður fótboltamála hjá Crystal Palace.

Freedman er fyrrum stjóri Palace, Bolton og Nottingham Forest en hann hefur stjórnað leikmannamálum Palace frá 2017.

Sir Jim Ratcliffe, sem keypti fyrir stuttu 25 prósenta hlut í Man Utd, er sagður mikill aðdáandi Freedman og vill fá hann yfir til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner