Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Kanté sá rautt í tapi gegn Al-Hilal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Asíu í kvöld þar sem, sádi-arabísku stórveldin Al-Hilal og Al-Ittihad tókust á.

Staðan var markalaus fyrstu 40 mínútur leiksins, þar til Aleksandar Mitrovic steig á vítapunktinn og skoraði. Salem Al-Dawsari tvöfaldaði forystu heimamanna skömmu síðar eftir undirbúning frá Malcom og leiddi Al-Hilal því 2-0 í leikhlé.

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kanté fékk rautt spjald í annars tíðindalitlum síðari hálfleik, þar sem heimamenn í Al-Hilal sigldu þægilegum sigri í höfn.

Liðin eigast við í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og voru þetta fyrri viðureignirnar sem fóru fram í kvöld.

Suður-kóresku liðin Jeonbuk og Ulsan HD gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrri innbyrðisviðureign liðanna.

Al-Hilal 2 - 0 Al-Ittihad
1-0 Aleksandar Mitrovic ('40, víti)
2-0 Salem Al-Dawsari ('42)
Rautt spjald: N'Golo Kante, Al-Ittihad ('66)

Jeonbuk 1 - 1 Ulsan HD
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner