Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Alonso hallast að Bayern en af hverju er það svo?
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Þær áhugaverðu fréttir komu frá Þýskalandi í gær að Xabi Alonso væri að hallast að Bayern München frekar en Liverpool. Hann hefur verið orðaður við bæði félög.

Alonso hefur gert ótrúlega hluti með Bayer Leverkusen á þessu tímabili. Liðið er með tíu stiga forystu á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni og ekki enn tapað leik í öllum keppnum á leiktíðinni.

Bæði Bayern og Liverpool eru í stjóraleit fyrir næsta tímabil og er Alonso efstur á lista beggja félaga. Hann spilaði sem leikmaður fyrir bæði félög.

Sky sagði hins vegar í gær að Alonso væri að hallast að því að taka að sér starfið hjá Bayern frekar. Fjölmiðlamaðurinn Florian Plettenberg greindi frá þessu og sagði jafnframt frá því af hverju svo væri.

„Alonso telur að það væri ótrúlega erfitt að fylgja á eftir Jurgen Klopp og því sem hann hefur gert. Hann telur að það sé líklegra að hann tapi á því," segir Plettenberg.

Bayern hefur hafið viðræður um Alonso en það þarf líklega að borga 15-25 milljónir evra til að fá hann lausan frá Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner