Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Portúgal geti farið alla leið en bara ef Ronaldo spilar ekki
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frank Leboeuf, sem var í sigurliði Frakklands á EM 2020, segir að Portúgal geti farið með sigur af hólmi á Evrópumótinu í sumar en aðeins ef Cristiano Ronaldo spilar ekki.

Ronaldo er orðinn 39 ára gamall og spilar hann með Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar en Leboeuf telur að hann muni ekki hjálpa portúgalska landsliðinu ef hann spilar með því á mótinu í sumar.

„Portúgal er eitt líklegasta liðið á Evrópumótinu. Ég tel að þeir geti unnið mótið en bara ef Ronaldo spilar ekki," segir Leboeuf.

„Ronaldo hefur gert rosalega mikið í fótboltanum en allt tekur endi. Hann er ekki að spila á hæsta stigi lengur."

Ronaldo skoraði tíu mörk í níu leikjum í undankeppninni og það er líklegt að hann verði byrjunarliðsmaður í liði Portúgal á Evrópumótinu. Ágætis möguleiki er á því að þetta verði hans síðasta stórmót.
Athugasemdir
banner
banner
banner