Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. maí 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ægir fær fimm nýja leikmenn (Staðfest)
Mynd: Ægir

Ægir var að bæta fimm leikmönnum við sig fyrir sumarið þar sem liðið mun leika í 2. deild eftir að hafa komist upp úr 3. deild í fyrra.


Fjórir leikmenn gera tveggja ára samning við Ægi á meðan Marko Zivkovic kemur á lánssamningi frá Leikni R. Marko er miðjumaður í grunninn en afar fjölhæfur og getur leyst margar stöður á vellinum.

Andi Ari Morina er framherji fæddur 1997 sem gerði tvö mörk með KF í fyrra. Gunnar Óli Björgvinsson er miðju- og kantmaður sem kemur frá ÍR en lék á láni hjá ÍH í fyrra. Hjá ÍH skoraði Gunnar Óli, fæddur 1998, fjögur mörk.

Ágúst Karel Magnússon er snöggur sóknarmaður, fæddur 2000, sem var iðinn við markaskorun með KÁ í fjórðu deildinni í fyrra á meðan Atli Dagur Ásmundson, 1999, er örvfættur miðjumaður sem getur einnig spilað í bakverði. Atli Dagur á yfir 50 leiki að baki fyrir Álftanes.

„Hópurinn er farinn að taka á sig ansi myndarlega mynd og erum við bæði spenntir og bjartsýnir fyrir sumrinu, liðið þarf á öllum stuðningi að halda í 2. deildinni sem byrjar í maí og vonumst við til að sjá sem flesta á vellinum, áfram Ægir!💛" segir í yfirlýsingu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner