Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 05. júní 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Guðjón Baldvins: Maður verður að kaupa góð axlabönd
Guðjón Baldvinsson í æfingaleik gegn Víkingi í vikunni.
Guðjón Baldvinsson í æfingaleik gegn Víkingi í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, segist sjaldan hafa verið jafn spenntur fyrir tímabil og núna. Guðjón skoraði þrjú mörk í fjórtán leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra en meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum. GUðjón fótbrotnaði gegn FH í júní í fyrra og eftir það náði tímabilið aldrei flugi hjá honum.

„Á Íslandi er engin varaliðsdeild. Við vorum í bikarnum, deildinni og Evrópukeppninni svo aþð voru engar æfingar til að komast af stað. Ég var að hoppa inn á í leikjum til að sjá hvort ég væri í lagi. Svona var tímabilið þangað til voru kannski tveir leikir eftir," sagði Guðjón í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag.

„Þetta var mjög leiðinlegt og erfitt tímabil. Maður eyddi vetrinum í að styrkja þetta og það hefur gengið vel. Þar sem ég var settur í axlabandaliðið þá verður maður að kaupa góð axlabönd," sagði Guðjón brosandi.

Guðjón vísaði þar í Axlabandaliðið úr útvarpsþætti Fótbolta.net en í því voru leikmenn sem þurfa að stíga upp og spila betur í sumar en í fyrra.

Guðjón hefur æft vel í vetur en hann tók vel á því í hlaupum í þeim vikum sem skipulagðar æfingar lágu niðri vegna kórónaveirunnar.

„Ég var kominn í 197 kílómetra í Strava appinu. Það var smá svekkjandi að ná ekki 200," sagði Guðjón.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá félaga.
Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner