Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júní 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum fótboltamaðurinn Matthías nær sögulegum áfanga í pílukasti
Matthías ræðir við Milan Stefán Jankovic.
Matthías ræðir við Milan Stefán Jankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Örn Friðriksson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur gert frábæra hluti í pílukasti undanfarin ár og er þrefaldur Íslandsmeistari í geininni.

Matthías lék með Þór og Grindavík á sínum ferli í fótboltanum. Hann spilaði með Grindavík í Pepsi-deildinni 2018 en eftir það fór fótboltinn til hliðar og þá gafst meiri tími í pílukastið.

Sjá einnig:
Matthías Örn hættur í fótbolta - Einbeitir sér að pílukasti

Matthías hefur verið að ná stórkostlegum árangri til þessa og um næstu helgi mun hann ná sögulegum áfanga er hann verður fyrsti íslenski þáttakandinn til að taka þátt á PDC Nordic Masters í Kaupmannahöfn.

Um er að ræða stórt pílumót þar sem margir bestu pílukastarar heims taka þátt; má þar nefna sjálfan heimsmeistarann Peter Wright.

Pílukast er íþrótt sem er að aukast mjög í vinsældum og verður gaman að fylgjast með Matthíasi á mótinu sem framundan er.


Athugasemdir
banner
banner
banner