Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 07. janúar 2019 10:54
Arnar Helgi Magnússon
Matthías Örn hættur í fótbolta - Einbeitir sér að pílukasti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Örn Friðriksson hefur lagt takkaskóna á hilluna. Þetta kemur fram á Facebook síðu Matthíasar í morgun.

Matthías hefur leikið með Grindavík síðan árið 2010 en hann lék til að mynda sextán leiki með liðinu síðasta tímabil.

Þó svo að skórnir séu komnir á hilluna situr Matthías ekki auðum höndum en hann ætlar að einbeita sér að pílukasti. Hann er einn af bestu pílukösturum á Íslandi.

„Fótbolti hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi en eftir síðasta ár hefur metnaðurinn og áhuginn farið minnkandi og því tími kominn til að einbeita sér að öðrum hlutum. Takkaskórnir eru því komnir uppá hilluna í bili en ég óska Grindavík alls hins besta í sumar," segir á Facebook síðu Matthíasar.

„Nú verður fókusinn settur á fjölskylduna og svo auðvitað stefnt á heimsmeistaratitilinn í pílukasti."

Áhugi íslensku þjóðarinnar á pílukasti jókst mikið yfir hátíðarnar þegar Stöð 2 Sport sýndi heimsmeistaramótið í beinni útsendingu. Að lokum var það Hollendingurinn Michael van Gerwen sem að sigraði mótið.


Athugasemdir
banner
banner
banner