Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 05. júlí 2019 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raiola segir að Pogba vilji fara frá Manchester United
Pogba hefur leikið með United frá 2016.
Pogba hefur leikið með United frá 2016.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Pogba.
Mino Raiola, umboðsmaður Pogba.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir í samtali við Paul Hirst á Times að Pogba sé staðráðinn í að yfirgefa Manchester United í sumar.

Raiola segist vera að vinna í því að koma Pogba burt frá United.

Pogba hefur verið á miklu ferðalagi í sumar og sagði hann fyrir nokkrum dögum er hann var í Tókýó að hann væri tilbúinn í nýja áskorun.

„Allir hjá félaginu, frá knattspyrnustjóranum til eigandans vita hvað Paul vill," sagði Raiola. „Allir vita að Paul vill fara. Við erum að vinna í því."

Pogba er ekki enn mættur til æfinga hjá United. Simon Stone skrifar fyrir BBC að Pogba hafi fengið leyfi frá Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, til að mæta seinna en aðrir eftir erfiða 16 mánuði. Síðan í mars 2018 hefur Pogba fengið mjög lítið frí.

Stone skrifar að eftir því sem hann kemst næst að þá muni Pogba fara með Man Utd í æfingaferð til Ástralíu á sunnudag, en Raiola vildi ekki staðfesta það í samtali við Times. „Ég get ekki sagt neitt um það. Ég tek einn dag í einu."

Solskjær mun væntanlega ekki taka vel í þessi ummæli Raiola en talið er að Norðmaðurinn hafi ætlað að gera Pogba að varafyrirliða á næsta tímabili og byggja liðið í kringum hann.

Búist er við því að Ashley Young verði fyrirliði United, en hann muni ekki spila eins mikið og hann gerði á síðasta tímabili eftir komu Aaron Wan-Bissaka. Því myndi Solskjær vilja varafyrirliða sem spilar lykilhlutverk. Er hann búinn að hugsa Pogba í það hlutverk, eins og Chris Smalling, David de Gea og fleiri.

Nú er spurning hvað gerist með Pogba. Hann hefur verið orðaður við Juventus og Real Madrid. Pogba kom til United frá Juventus sumarið 2016 eftir að hafa áður verið í akademíu Manchester United.

Man Utd hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Sjá einnig:
Sumarkaupum Solskjær ekki lokið



Athugasemdir
banner
banner
banner