Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2020 15:51
Magnús Már Einarsson
Jón Dagur hreif þjálfara á æfingum - Gulli æfði líka hægri bakvörð
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mikill hausverkur að velja liðið. Það var ýmislegt í boði og margt sem kalllinn vill prófa. Þetta var töluvert erfitt," sagði Fryer Alexandersson aðstoðarþjálfari landsliðsins í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik Íslands og Englands í dag.

Jón Dagur Þorsteinsson fær tækifæri á vinstri kantinum í byrjunarliðinu í dag.

„Í tilfelli Jóns Dags þá var það þannig að hann auðveldaði ákvörðunina með frammistöðu á æfingum," sagði Freysi.

Guðlaguur Victor Pálsson byrjar á miðjunni í dag eftir að hafa verið í hægri bakverði í síðustu landsleikjum. Hjörtur Hermannsson byrjar í hægri bakverði í dag en Guðlaugur Victor gæti mögulega spilað þar í umspilinu gegn Rúmenum í október.

„Okkur vantaði smá vigt inn á miðsvæðið. Kraft og áræðni sem Gulli hefur. Hann hefur spilað frábærlega með félagsliði sínu undanfarið árið."

„Hjörtur hefur spilað hægri bakvörð áður og það var niðurstaðan að byrja svona. Við notuðum tímann í vikunni til að æfa Gulla líka í hægri bakverði. Þetta er skrýtið verkefni því að við erum líka ða undirbúa okkur fyrir verkefni í október og þar fáum við bara tvær æfingar. Gulli æfði bæði sem hægri bakvörður og miðjumaður í vikunni."

Athugasemdir
banner