Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2020 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Toure fær ekki að taka þátt í góðgerðarleik UNICEF
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, fyrrum landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar og leikmaður Barcelona og Manchester City, átti að taka þátt í árlegum góðgerðarleik UNICEF - Soccer Aid.

Toure hefur, eftir samtal við stjórnendur Soccer Aid, ákveðið að taka ekki þátt í leiknum þar sem hann fór alltof langt með grín inná WhatsApp grúppu leikmanna sem áttu að spila leikinn.

Yaya, sem er þriggja barna faðir, er sagður hafa sent mynd af naktri konu í baðkari inná spjallforritið og hafa boðist til að kaupa 19 vændiskonur fyrir liðsfélagana.

The Sun greindi fyrst frá þessu en miðlar á borð við Guardian eru einnig búnir að fjalla um málið.

„Óviðeigandi efni var deilt inná lokuðum WhatsApp hópi leikmanna. Efninu var eytt út skömmu síðar og afsökunarbeiðni send á alla leikmenn. Soccer Aid ræddi við einstaklinginn sem birti efnið og hefur hann ákveðið að taka ekki þátt í góðgerðarleiknum í ár," segir í yfirlýsingu frá Soccer Aid.

Yaya segir að um grín hafi verið að ræða og baðst afsökunar með færslu á Twitter.

„Ég vil taka fulla ábyrgð á gjörðum mínum. Ég er fullorðinn maður sem ætti ekki að taka þátt í svona gríni," sagði Toure meðal annars.

Toure er 37 ára gamall og spilaði yfir 100 leiki fyrir Barcelona og 300 fyrir City, auk þess að eiga 101 landsleik að baki fyrir Fílabeinsströndina.


Athugasemdir
banner
banner