Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stjarnan Íslandsmeistari og FH bikarmeistari í 2. flokki karla
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Íslandsmótinu er lokið í 2. flokki karla og varð Stjarnan Íslandsmeistari í ár eftir ótrúlegan lokasprett.

Stjarnan fékk 48 stig úr 20 leikjum á tímabilinu og endaði í fyrsta sæti, þremur stigum fyrir ofan Fjölni sem leiddi töfluna allt tímabilið.

Breiðablik endaði í þriðja sæti með 37 stig og fylgdi FH eftir með 36 stig og ÍA með 32. Þar á eftir komu Fylkir, HK, Þór og Þróttur en það voru KA og Fram sem enduðu í tveimur neðstu sætunum.

Fjölnir var á toppi deildarinnar með sex stiga forystu þegar þrjár umferðir voru eftir af Íslandsmótinu en tókst að tapa þremur síðustu leikjunum á meðan Garðbæingar unnu sína. Ótrúlegur viðsnúningur í titilbaráttunni.

FH, sem hafnaði í fjórða sæti á Íslandsmótinu, varð aftur á móti bikarmeistari.

Í fyrstu umferð þurftu FH-ingar vítaspyrnukeppni gegn Aftureldingu en slógu svo Völsung og ÍA úr leik áður en þeir mættu Fylki í úrslitaleik.

Dagur Óli Grétarsson gerði sigurmarkið í úrslitaleiknum á 90. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner