Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar um Þór: Ekki alveg strax
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar eru stórhuga fyrir Lengjudeildina í sumar og það hafa heyrst sögur um það að Aron Einar Gunnarsson sé mögulega á heimleið.

Talað var um það í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni á dögunum að Aron væri að koma heim í Þór, en svo er ekki.

Aron segir það sjálfur á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) að hann sé ekki að koma heim strax. „Ekki alveg strax," segir Aron en það mun gerast á endanum.

Landsliðsfyrirliðinn er þessa stundina að glíma við afar erfið meiðsli. Hann hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Al Arabi í Katar, síðan í maí á síðasta ári.

Landsliðið er að fara inn í mikilvægan umspilsleik gegn Ísrael síðar í þessum mánuði og það er ólíklegt að Aron verði með í því verkefni vegna meiðslanna.

Þór keypti nýverið Birki Heimisson frá Val en Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við liðinu í vetur og er stefnan klárlega sett á Bestu deildina.


Athugasemdir
banner
banner