Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Sporting og Atalanta mætast í þriðja sinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sporting CP og Atalanta eigast við í eina leik kvöldsins í Evrópudeildinni, en leikurinn átti upprunalega að fara fram annað kvöld ásamt öllum öðrum viðureignum 16-liða úrslitanna.

Þeim áformum var breytt vegna þess að Benfica á heimaleik í Evrópudeildinni annað kvöld, en liðin eru bæði með heimavelli sína í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Það yrði alltof mikið álag að láta báða leikina spilast á sama kvöldi og því var ákveðið að flýta viðureign Sporting gegn Atalanta um einn dag.

Þetta er áhugaverður slagur vegna þess að Atalanta og Sporting voru saman í riðlakeppninni, en þar hafði Atalanta betur og endaði á toppi riðilsins með 14 stig - þremur stigum meira heldur en Sporting sem hafnaði í öðru sæti. Atalanta vann viðureignina í Portúgal en liðin gerðu svo jafntefli á Ítalíu.

Sporting þurfti því að keppa umspilsleik við Young Boys frá Sviss, sem enduðu í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu og fengu þannig þátttökurétt í umspilinu. Þar höfðu Portúgalirnir eftir góðan sigur í Sviss í fyrri umferðinni.

Leikur kvöldsins:
17:45 Sporting CP - Atalanta
Athugasemdir
banner
banner