Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við erum lið sem trúir
Mynd: EPA
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Man City hafði betur gegn danska liðinu FCK, 3-1, í kvöld, en samanlagt unnu Evrópumeistararnir 6-2 úr tveimur leikjum.

Þetta er sjöunda árið í röð sem Man City kemst í 8-liða úrslit, en Guardiola segir að hann og leikmenn hafi fundið trúna á að þetta væri hægt.

„Við erum komnir áfram í næstu umferð. Við erum enn í þessari keppni. Það var erfitt að sækja á FCK því þeir eru svo vel skipulagðir í fjögurra eða fimm manna vörn.“

„Við erum vel þekktir fyrir að vera opnir, en áður en ég kom hingað þá höfðum við ekki trú á því að við gætum þetta. Allt þetta snýst um tíma, ferli og stjórnin gaf mér og okkur tíma.“

„Við erum lið sem trúir að við getum gert þetta. Við erum að berjast við Real Madrid og Bayern München. Við höfum ekki hugmynd um hvaða liði við mætum og þurfum við því að bíða og sjá, en það mikilvægasta er að við erum komnir hingað og það sjöunda árið í röð,“
sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner