Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hausinn fer alltaf á sama stað og það er Michael Carrick"
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Það er aftur farin að myndast umræða um framtíð Erik ten Hag hjá Manchester United. Liðið hefur núna tapað tveimur deildarleikjum í röð og það er erfitt að sjá United ná Meistaradeildarsæti, jafnvel þó svo að það séu ágætis líkur á að fimmta sætið gefi sæti í Meistaradeildinni.

Rætt var um það í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær hvort að það væri rétt að reka Ten Hag. Hann er núna að klára sitt annað tímabil með liðið en árangurinn á yfirstandandi tímabili hefur ekki verið góður.

„Ég veit ekki hversu mikið er hægt að skrá þetta á Ten Hag. Hversu oft ætlum við að ráða þjálfara og taka svo af honum hausinn? Það getur ekki verið að David Moyes, Van Gaal, Mourinho, Solskjær, Ten Hag... það er ómögulegt fyrir þessa menn að ganga vel hjá Man Utd. Það hlýtur að vera eitthvað meira. Vonandi erum við að sjá einhverjar breytingar þar," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks og stuðningsmaður Man Utd, í þættinum.

Breytingar eru að eiga sér stað eftir að Sir Jim Ratcliffe tók við 25 prósent eignarhaldi hjá Man Utd. Hann er að fá inn sérfróða menn um fótbolta í störf á bak við tjöldin hjá Man Utd, eitthvað sem hefur vantað hjá félaginu.

„Er þá ekki flott líka að byrja á núllpunkti með stjórann? Maður sér ekki þakið á Ten Hag boltanum vera eitthvað mikið hærra en það var í fyrra," sagði Andri Már Eggertsson.

„Þetta er ótrúlegt samt. Eitthvað skemmtilegasta lið sem maður hefur séð er Ajax frá 2018/19, það lið var ekkert eðlilega skemmtilegt. Svo horfir maður á United núna og það er fáránlega leiðinlegt," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Ten Hag stýrði Ajax áður en hann tók við Man Utd.

„Maður er orðinn fullþreyttur á að skipta um stjóra," sagði Eysteinn en Andri vill kasta teningunum í eitt skipti í viðbót.

„Ég er búinn að vera að hugsa þetta lengi. Hausinn á mér fer alltaf á sama stað og það er Michael Carrick. Áður en Tom Brady tók Wayne Rooney (Sársaukann) til sín þá vildi ég hafa þá saman. Ég væri til í að fá Carrick til að stýra þessu," sagði Andri.

„Mér líst ekki á það," sagði Eysteinn. „Þessi fortíðarþrá minnir mann á íslenska landsliðið þar sem við viljum alltaf fá gamla bandið til baka. Við verðum að halda áfram með lífið. Ég er alveg tómur í þessari þjálfaraumræðu. Ef það er ekki hægt að fá Zidane í þetta þá held ég að við ættum að sleppa því að reka Ten Hag."

Carrick er í dag stjóri Middlesbrough sem er í 14. sæti Championship-deildarinnar þessa stundina.
Enski boltinn - Martraðartitilbarátta fyrir Man Utd menn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner