Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 16:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hver verður næstur seldur út?
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var ítarlega um Bestu deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net en nú er mánuður í að flautað verði til leiks.

Sérfræðingar þáttarins spáðu meðal annars í það hver yrði næsti leikmaður til að vera seldur út í atvinnumennsku úr deildinni.

Baldur Sigurðsson nefndi þar tvo. Benoný Breka Andrésson sóknarmann KR og Danijel Dejan Djuric hjá Víkingi. Báðir voru nálægt því í vetur að fara út í atvinnumennsku, Benoný Breki virtist á leið til Gautaborgar en ekkert varð af því og þá reyndi Ludogorets í Búlgaríu að fá Danijel.

Valur Gunnarsson spáir því að Víkingurinn Gísli Gottskálk Þórðarson fari næstur út en Tómas Þór Þórðarson spáir að það verði Dagur Örn Fjeldsted sem hefur verið mjög flottur með Breiðabliki á undirbúningstímabilinu.

Hver verður næstur seldur út?

Valur Gunnarsson:
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)

Baldur Sigurðsson:
Benoný Breki Andrésson (KR) eða Danijel Dejan Djuric (Víkingur)

Tómas Þór Þórðarson:
Dagur Örn Fjeldsted - Breiðablik
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner