Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krefjast tæplega fimm ára fangelsis yfir Ancelotti
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á það að Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, verði dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi fyrir skattsvik.

Hinn 64 ára gamli Ancelotti er sakaður um að hafa notað skúffufyrirtæki til að fela hluta af innkomu sinni þegar hann var stjóri Real Madrid frá 2013 til 2015.

Hann er sakaður um að hafa falið rúmlega 1 milljón evra frá skattinum.

Ancelotti er einungis sagður hafa gefið upp laun sín frá Real Madrid til skatts en ekki aukagreiðslur eins og bónusa og greiðslur tengdar ímyndarétti sínum.

Ancelotti sneri aftur til Real Madrid árið 2021 en hann er ekki fyrsti einstaklingurinn sem lendir í skattavandræðum á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner