Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 09:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyngby hlustaði á Frey í ráðningu á nýjum þjálfara
David Nielsen.
David Nielsen.
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðið Lyngby hefur ráðið sinn þriðja þjálfara á tímabilinu en félagið hefur núna ráðið David Nielsen í þjálfarastólinn hjá félaginu.

Nielsen hefur sterka tengingu við Lyngby en hann spilaði með liðinu árið 1996 og raðaði þá inn mörkum. Svo stýrði hann liðin við góðan orðstír frá 2015 til 2017.

Núna er hann mættur aftur og tekur hann við af Norðmanninum Magne Hoseth sem entist aðeins í 50 daga í starfi. „Við erum viss um að þetta sé rétta leiðin áfram," segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.

Nielsen gerði flotta hluti með AGF eftir að hann hætti hjá Lyngby árið 2017 en síðast stýrði hann Kifisia í Grikklandi.

Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari Lyngby, talaði um það í viðtali í gær að hann væri á því að Nielsen væri rétti kosturinn fyrir Lyngby. Félagið hlustaði á það.

„Ef hann vill koma aftur til Lyngby þá efast ég ekki um að hann passi vel. David er frábær persóna og allir eru mjög hrifnir af honum í Lyngby," sagði Freyr við Bold.

Lyngby er í bullandi fallbaráttu eftir þrjá tapleiki í röð. Tvö neðstu lið deildarinnar munu fara niður en Lyngby er aðeins einu stigi frá næst neðsta sætinu núna. Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru á meðal leikmanna Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner