Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Martin Klein Joensen farinn frá Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Njarðvík
Færeyski framherjinn Martin Klein Joensen er farinn frá Njarðvík eftir stutta dvöl en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þessi mikli markaskorari samdi við Njarðvík í lok október á síðasta ári og gerði þá tveggja ára samning.

Hann hafði gert tvö mörk í þremur leikjum í Lengjubikarnum en hefur nú yfirgefið félagið eftir nokkurra mánaða dvöl.

„Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Færeyski framherjinn, Martin Klein Joensen hafa komist að samkomulagi um að slíta samningum sín á milli.

Martin gekk til liðs við Njarðvík í vetur og hefur gert 2 mörk í 3 leikjum í Lengjubikarnum í ár.

Martin stóð sig með prýði innan sem utan vallar.
Knattspyrnudeildin þakkar Martin fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í sínum næstu verkefnum,“
segir í yfirlýsingu Njarðvíkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner