Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Mbappe: Engin vandamál milli mín og stjórans
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Stórstjarnan Kylian Mbappe skein skært á stóra sviðinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk PSG gegn Real Sociedad og innsiglaði sæti franska liðsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mbappe hefur samþykkt að ganga í raðir Real Madrid í sumar og var leikurinn í gær fyrsti heili leikurinn hans síðan 14. febrúar. Síðan hann tilkynnti að hann ætli sér að yfirgefa PSG hefur Luis Enrique stjóri liðsins ekki notað hann eins mikið og áður.

„Ég vil alltaf spila í Meistaradeildinni. Það er mjög mikilvæg keppni. Ég er ekki leikmaður sem fer í felur," sagði Mbappe eftir leikinn í gær.

„Samband mitt við stjórann er gott. Það er ekkert vandamál milli okkar þó einhver haldi það. Ég er með mörg vandamál en stjórinn er svo sannarlega ekki eitt af þeim."

Enrique segir að nú þegar ljóst sé að Mbappe sé á förum verði hann að prófa aðrar lausnir.

„Kylian skorar 50 mörk og á 25 stoðsendingar sama fyrir hvaða þjálfara hann spilar eða fyrir hvaða lið. Hann mun fara annað í sumar og við verðum að vera klár fyrir það," segir Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner