Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ofurtölva spáir Man City titlinum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru aðeins ellefu umferðir eftir af enska úrvalsdeildartímabilinu og eru aðeins tvö stig sem skilja efstu þrjú félögin að í titilbaráttunni.

Liverpool trónir þar á toppinum með 63 stig eftir 27 umferðir, einu stigi meira heldur en Manchester City sem er að sama skapi með einu stigi meira heldur en Arsenal.

Það eru gríðarlega spennandi viðureignir framundan, þar sem Liverpool tekur á móti Man City í risaslag um næstu helgi og svo kemur landsleikjahlé. City á svo heimaleik gegn Arsenal beint eftir hléð.

Hinar ýmsu ofurtölvur hafa spáð fyrir titilbaráttunni og er ofurtölvan sem Sky Sports notar tölfræði frá sannfærð um að Man City takist að verja englandsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að byrja lokahnykkinn í öðru sæti.

City á framundan leiki gegn Liverpool, Arsenal og Aston Villa í næstu þremur umferðum en fær þó 51% líkur á því að vinna deildina.

Liverpool á 35% möguleika en tölvan telur Arsenal aðeins eiga 14% möguleika á því að hreppa langþráðan englandsmeistaratitil. Arsenal á að vísu eftir að spila útileiki við Tottenham og Manchester United, auk Man City.

Remaining Premier League games for Liverpool, Man City and Arsenal.
byu/Amu_1310 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner