Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni þakkaði traustið - Fékk hrós frá báðum þjálfurum
Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA.
Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA.
Mynd: Eiríkur Jónsson
Árni Marinó Einarsson er búinn að taka stöðu Dino Hodzic í marki Skagamanna.

Árni Marinó, sem er fæddur 2002, átti stórleik þegar ÍA tapaði 1-0 gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í gær. Sigurmark Víkinga kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hrósaði markverðinum unga eftir leik.

„Markvörðurinn þeirra, ungi strákurinn, átti sannkallaðan stórleik og stóð sig hrikalega vel. Hann varði ekki bara vel, heldur greip hann vel inn í og hélt einbeitingu allan leikinn. Mér fannst þetta geta verið þannig leikur að hann myndi kóróna frammistöðuna með að verja vítið í lokin, en sem betur fer eigum við Nikolaj nokkurn Hansen sem vítaskyttu," sagði Arnar.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, hrósaði Árna í hástert. „Hann stóð sig frábærlega í dag; hugrakkur, skynsamur, góður á boltanum, getur sparkað langt, getur spilað út frá marki, getur komið út og gripið fyrirgjafir. Frábær leikur hjá honum í dag og virkilega ánægður með það, en svekkjandi að hann þurfi að fá á sig svona mark - úr víti sem er alltaf erfitt að koma í veg fyrir sem markvörður."

Alexander Freyr Tamini var fréttaritari Fótbolta.net á vellinum og hann valdi auðvitað Árna sem mann leiksins.

„Það kann að hljóma undarlega að velja markvörð tapliðsins sem mann leiksins - en Árni er sá eini sem kom til greina. Hann var gjörsamlega frábær á milli stanganna, varði oft vel og greip vel inn í fyrirgjafir. Hann hefði sjálfsagt viljað kóróna frábæran leik með því að verja vítaspyrnuna, en það er ekki við hann að sakast að leikurinn tapaði. Það var honum að þakka að hann tapaðist ekki fyrr," skrifaði Alexander í skýrslu sinni.
Arnar Gunnlaugs: Vonandi verður Helgi aftur örlagavaldur
Jói Kalli: Þú getur ekki séð þetta tvisvar!
Athugasemdir
banner
banner