Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 17:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Ajax og Aston Villa: Kristian byrjar
Kristian Nökkvi Hlynsson er tvítugur.
Kristian Nökkvi Hlynsson er tvítugur.
Mynd: Getty Images
Kristian Hlynsson er meðal byrjunarliðsmanna hjá Ajax sem tekur á móti Aston Villa í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar klukkan 17:45. Þetta er fyrri viðureign liðanna.

Byrjunarlið Ajax er óbreytt frá 2-0 sigri gegn Utrecht á sunnudaginn. Jordan Henderson er fyrirliði Ajax í sínum fyrsta leik gegn ensku liði síðan hann yfirgaf Liverpool.

Aston Villa gerir sex breytingar frá byrjunarliðinu í 3-2 sigri gegn Luton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fyrirliðinn John McGinn er á bekknum en Morgan Rogers, sem kom frá Middlesbrough í janúar, er í byrjunarliðinu. Pau Torres kemur aftur inn í vörnina, í stað Matty Cash.

Byrjunarlið Ajax: Ramaj; Gooijer, Rensch, Kaplan, Heto, Sosa; Kristian Hlynsson, Henderson, Mannsverk, Taylor; Brobbey.

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez; Konsa, Lenglet, Torres, Digne; Diaby, Luiz, Iroegbunam, Tielemans, Rogers; Watkins.

(Varamenn: Olsen, Gauci, Zaniolo, Diego Carlos, Kelser-Hayden, McGinn, Kellyman, Bailey, Moreno, Cash)
Athugasemdir
banner