Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 10:06
Elvar Geir Magnússon
„Dómarinn hafði ekki kjark til að taka á stjörnum Real Madrid“
Vini Jr setti hendur um háls Orban.
Vini Jr setti hendur um háls Orban.
Mynd: Getty Images
Willi Orban, fyrirliði RB Leipzig, segir Vinicius Junior leikmann Real Madrid hafa sýnt óvirðingu í 1-1 jafntefli liðanna í Meistaradeildinni í gær.

Vinicius Jr tók Orban hálstaki á 54. mínútu og fékk gult spjald en Þjóðverjarnir vildu annan lit á spjaldið. Brasilíumaðurinn skoraði svo fyrra mark leiksins aðeins ellefu mínútum síðar.

Orban jafnaði með skalla á 68. mínútu en þar sem Real vann fyrri leikinn 1-0 þá kemst spænska stórliðið áfram í 8-liða úrslit með samtals 2-1 sigri.

„Dómarinn hafði ekki kjark til að taka á leikmönnum Real Madrid. Hann greip um hálsinn á mér með báðum höndum. Það er óvirðing," segir Orban.

David Raum liðsfélagi hans segir að dómarinn, Davide Massa frá Ítalíu, hafi talað öðruvísi við leikmenn Leipzig en Real Madrid.

„Ég veit ekki alveg af hverju, við erum líka toppmenn. Þetta er fyndið. Við gerðum margt vel í þessum leik, maður veit það því áhorfendur á Bernabeu blístruðu. Nokkrir leikmenn Real Madrid sögðu líka við mig eftir leik að þeir hefðu verið heppnir," segir Raum.
Athugasemdir
banner
banner
banner