Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 10:48
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Eru menn búnir að sætta sig við miðjumoð á Akureyri?
Það hefur verið lítið að frétta frá KA í vetur.
Það hefur verið lítið að frétta frá KA í vetur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þeir eru enn að treysta á að Hallgrímur Mar geri eitthvað. Við erum alltaf að tala um það sama með KA, það er ekkert nýtt. Í mínum huga er KA hvorki í efri né neðri hlutanum heldur bara á milli," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net.

KA er spáð sjöunda sætinu í síðustu ótímabæru spánni fyrir Bestu deildina, sama sæti og liðið hafnaði í síðasta tímabil. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um hversu hljóðlátir KA-menn hafa verið í vetur og lítið að frétta.

KA gerði flotta hluti í Evrópukeppni í fyrra og fór í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en virðist ekki ætla að byggja ofan á það.

„Mér finnst aðalstyrkleiki KA vera að þeir séu enn með þennan kjarna. Það er mikið talað um aldurinn á framherjunum og ég skil það, þeir eru 33-35 ára. Þeir komast hinsvegar langt á vörninni og miðjunni," segir Baldur Sigurðsson.

„Það sem maður hefur mestar áhyggjur af varðandi KA er af hverju þeir eru að draga saman seglin, af hverju er ekki meira að gerast? Hvar eru leikmennirnir? Var þetta bara nóg, þeir fóru í Evrópu og þennan bikarúrslitaleik og það var gaman, hvað svo?"

„Maður hefði haldið að þetta sem gerðist í fyrra ætti að gera menn enn spenntari og þeir vildu gera þetta aftur, fara aftur á Laugardalsvöll og vinna leikinn í þetta sinn," segir Baldur og Tómas Þór Þórðarson tekur undir.

„Það hefur rosalega lítið gerst á markaðnum hjá þeim. Það er skrítin stöðnun og spurning hvernig þetta fer í hópinn. Eru menn búnir að sætta sig við miðjumoð því allir segja að þeir verði þar?" segir Tómas.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner