Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir léttur: Það gerist eftir tvær vikur
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Í nóvember á síðasta ári tryggðu lærisveinar Heimis Hallgrímssonar sér í Jamaíku sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og um leið sæti á Copa America. Jamaíka vann einvígi gegn Kanada til að komast í undanúrslit keppninnar.

Jamaíka mætir Bandaríkjunum í undanúrslitum síðar í þessum mánuði en Heimir sat fréttamannafund ásamt kollegum sínum fyrr í þessari viku.

Á fréttamannafundinum var Heimir spurður að því hversu nálægt Jamaíka væri að vinna stóra leikinn sem stuðningsmenn liðsins hafa verið að bíða lengi eftir.

„Við erum tveimur vikum frá því," sagði Heimir og leit til hliðar á Gregg Berhalter, þjálfara Bandaríkjanna, og hló.

Heimir sagði á fundinum að hann væri að vonast eftir því að Jamaíka væri að loka bilinu í Bandaríkin og Mexíkó, þessi stóru lið. „Okkar markmið er að komast á HM 2026 og þessir leikir hjálpa okkur."


Athugasemdir
banner
banner