Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Innkoma Rúnars það mest spennandi við Fram
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er spáð níunda sæti í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni.

Baldur Sigurðsson segir að innkoma Rúnars Kristinssonar sé það sem er mest spennandi á nýju tímabili í Úlfarsárdal. Rúnar hætti hjá KR eftir síðasta tímabil og tók við Fram en Baldur lék á sínum tíma með KR undir hans stjórn.

„Það er risastórt. Það sem mér finnst mest spennandi við Framliðið er hvaða áhrif Rúnar Kristinsson hefur. Ég þekki það að spila fyrir hann og veit að hann hefur góð áhrif á leikmenn," segir Baldur.

„Hann er ekki að flækja hlutina, hans stærsti eiginleiki að mínu mati er að hann leyfir einstaklingnum að blómstra. Menn eru óhræddir við að gera mistök og hann nær því besta úr leikmönnum. Hann er hrifinn af skemmtilegum fótbolta en getur líka farið í árangursríkan bolta ef það má orða það þannig."

„Við sáum undir stjórn Nonna hvað Framliðið getur verið skemmtilegt, við erum að fá skemmtilegan fótbolta hjá Rúnari og árangur. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta fer hjá Fram. Ég er ekki að sjá þá vera í einhverri fallbaráttu."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner