Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikdagar Íslands í undankeppni EM klárir
Icelandair
Ísland hefur leik gegn Póllandi.
Ísland hefur leik gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Póllands árið 2022.
Úr leik Íslands og Póllands árið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tilkynnt leikjaniðurröðun fyrir undankeppni EM 2025 og er því ljóst hverjum Ísland mætir í fyrsta leik.

Ísland byrjar á heimaleik gegn Póllandi föstudaginn 5. apríl áður en liðið mætir Þýskalandi ytra þriðjudaginn 9. apríl.

Tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppni EM 2025, en liðin í þriðja og fjórða sæti fara í umspil gegn liðum í B- og C-deild. Umspilið verður leikið í október og nóvember.

Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl

Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl

Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí

Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní

Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí

Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Athugasemdir
banner
banner