Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 23:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Haukar unnu toppslaginn gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 3 - 2 Selfoss
1-0 Frosti Brynjólfsson ('18 )
1-1 Jón Vignir Pétursson ('20 )
1-2 Aron Fannar Birgisson ('34 )
2-2 Ernest Slupski ('51 )
3-2 Daði Snær Ingason ('60 )

Haukar og Selfoss áttust við í toppslag í B-deild Lengjubikarsins þar sem Haukar tóku forystuna á Ásvöllum.

Frosti Brynjólfsson skoraði fyrsta mark leiksins en gestirnir frá Selfossi sneru stöðunni við og tóku forystuna með mörkum frá Jóni Vigni Péturssyni og Aroni Fannari Birgissyni.

Staðan var 1-2 í hálfleik en gleði Selfyssinga var ekki langlíf þar sem Ernest Slupski jafnaði metin á ný fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks, áður en Daði Snær Ingason skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 60. mínútu.

Lokatölur urðu því 3-2 eftir fjöruga viðureign og eru Haukar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir af Lengjubikarnum.

Selfoss er í öðru sæti, með fimm stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner