Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þrír af fjórum markahæstu leikmönnum Fylkis í fyrra farnir
Benedikt Daríus var markahæsti leikmaður Fylkis en hann er enn hjá liðinu.
Benedikt Daríus var markahæsti leikmaður Fylkis en hann er enn hjá liðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er samdóma álit sparkspekinga að Fylkir þurfi nauðsynlega að styrkja sóknarlínu sína fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Búist er við því að Árbæingar verði aftur í fallbaráttu en þeim er spáð tíunda sæti í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net.

„Mér finnst ekkert nýtt gerst, þetta er bara sama og í fyrra. Við spáðum þeim í fallbaráttu í fyrra og þeir voru í fallbaráttu en þetta hafðist. Tekst það aftur?“ segir Baldur Sigurðsson, sérstakur gestasérfræðingur þáttarins.

„Í fyrra fengu þeir alltaf jákvætt umtal því Rúnar Páll spilaði þetta svo vel. Hann talaði allan daginn um að hann hefði trú á hópnum, núna hefur hann ekkert verið í fjölmiðlum svo við höfum ekkert heyrt hann tala um það. En hann myndi örugglega segja það sama aftur."

Hver á að skora mörkin?
„Eru gæðin nógu mikil? Þeir eru í mínus (á leikmannamarkaðnum) og sérstaklega fram á við. Hver á að skora mörkin fyrir Fylki?"

Það er von að Baldur spyrji en þrír af fjórir markahæstu leikmönnum liðsins frá síðasta sumri eru horfnir á braut. Pétur Bjarnason (6 mörk) fór til Vestra, Ólafur Karl Finsen (5) lagði skóna á hilluna og Óskar Borgþórsson (5) fór í atvinnumennsku.

Markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili, Benedikt Daríus Garðarsson sem skoraði níu mörk, er þó enn á sínum stað.

Fylkir er vafalítið að reyna að fá inn sóknarmann, eða sóknarmenn. Félagið reyndi að fá Sigurð Bjart Hallsson en hann valdi að ganga í raðir FH frá KR.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner