Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur kaupir Sigríði frá Val (Staðfest)
Sigríður lék á láni hjá Selfossi í fyrra.
Sigríður lék á láni hjá Selfossi í fyrra.
Mynd: Hrefna Morthens
Þróttur R. hefur gengið frá kaupum á Sigríði Theód. Guðmundsdóttur frá Val, en Sigríður er fædd 2005 og spilaði með Selfossi og Val í Bestu deild kvenna í fyrra.

Sigríður er gríðarlega efnileg og er lykilleikmaður í afar öflugu U19 ára landsliði Íslands, þar sem hún á 19 landsleiki að baki.

Sigríður á í heildina 30 landsleiki fyrir yngri lið Íslands og er framtíðin svo sannarlega björt fyrir hana. Talið er að Þróttur hafi borgað um það bil 850 þúsund krónur til að kaupa Sigríði frá Val.

Sigríður, sem er uppalin hjá Val, var hjá Selfossi á láni í fyrra en kom einnig við sögu í tveimur leikjum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar með Val.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Þróttara, sem enduðu í þriðja sæti í Bestu deildinni í fyrra - ellefu stigum eftir Íslandsmeisturum Vals.


Athugasemdir
banner
banner
banner