Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. maí 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Newcastle skoraði fjögur í sigri á Leicester
Callum Wilson skoraði tvö fyrir Newcastle
Callum Wilson skoraði tvö fyrir Newcastle
Mynd: EPA
Leicester City 2 - 4 Newcastle
0-1 Joseph Willock ('22 )
0-2 Paul Dummett ('34 )
0-3 Callum Wilson ('64 )
0-4 Callum Wilson ('73 )
1-4 Marc Albrighton ('80 )
2-4 Kelechi Iheanacho ('87 )

Newcastle United var ekki í vandræðum með Leicester City er liðin mættust í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á King Power-leikvanginum í kvöld en gestirnir unnu 4-2.

Lærisveinar Steve Bruce fóru vel af stað og áttu tvö færi snemma leiks. Federico Fernandez átti fyrst skalla rétt framhjá eftir sendingu frá Jonjo Shelvey áður en Allan Saint-Maximin kom sér í dauðafæri en Kasper Schmeichel sá við honum.

Það kom því ekki á óvart er Joe Willock kom Newcastle yfir á 22. mínútu. Willock nýtti sér hræðileg mistök Caglar Soyuncu í vörninni, keyrði inn í teiginn og skoraði með vinstri fótar skoti í hægra hornið.

Tólf mínútum síðar bætti Paul Dummett við öðru marki. Matt Ritchie átti hornspyrnu á Dummett sem stangaði boltann í netið af stuttu færi.

Það kom kraftur í Leicester í byrjun síðari hálfleiks en Callum Wilson var fljótur að skjóta þá von niður. Ritchie fékk boltann vinstra megin og átti frábæra stungusendingu inn fyrir á Wilson sem leitaði hægra megin inn í teiginn og skoraði í netið.

Wilson var aftur á ferðinni á 73. mínútu. Miguel Almiron lagði boltann inn fyrir vörnina á Wilson sem skaut í stöng en boltinn barst aftur til hans og í þetta sinn klikkaði hann ekki.

Heimamenn minnkuðu muninn undir lokin. Jamie Vardy fékk boltann í teignum og náði að renna honum út á Albrighton sem þrumaði boltanum í samskeytin hægra megin.

Kelechi Iheanacho gerði annað mark Leicester á 87. mínútu. Hann fékk boltann hægra megin við teiginn, lék á varnarmann áður en hann skaut föstu skoti meðfram grasinu og í hægra hornið.

Ayoze Perez gat hleypt meiri spennu á síðustu lokamínútunum er hann fékk gott færi til að gera þriðja mark Leicester en Martin Dubravka varði vel frá honum.

Lokatölur 4-2 fyrir Newcastle sem er í 13. sæti með 39 stig en Leicester er áfram í 3. sætinu með 63 stig. Mjög mikilvæg stig sem Leicester tapar í Meistaradeildarbaráttunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner