Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. júlí 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Antonio Conte stýrði fyrstu æfingu Chelsea eftir frí
Conte var mættur í vinnuna í morgun.
Conte var mættur í vinnuna í morgun.
Mynd: Getty Images
Það gengur ansi hægt hjá forráðamönnum Chelsea að ákveða sig hver verður við stjórnvölinn á Brúnni á næsta tímabili.

Antonio Conte og starfslið hans voru á æfingasvæði Chelsea í morgun þegar leikmenn sneru til baka frá sumarfríi.

Maurizio Sarri hefur ítrekað verið orðaður við stjórastarfið en samningsviðræður á milli Napoli og Chelsea eru í algjörum hnút. Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis bíður eftir betra tilboði frá Chelsea.

Sarri sjálfur er ekki staddur í London en bíður merki þess efnis að hann verði ráðinn. Málið er ansi sérsakt því að Carlo Ancelotti hefur óformlega tekið við liðinu þó að Sarri sé formlega þjálfari liðsins. Undirbúningstímabil Napoli hefst á þriðjudaginn og það verður áhugvert að sjá hver stýrir æfingu liðsins þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner