Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júlí 2019 14:35
Brynjar Ingi Erluson
Mitchel Bakker til PSG (Staðfest)
Mitchel Bakker í leik með U17 ára landsliði Hollands
Mitchel Bakker í leik með U17 ára landsliði Hollands
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain gerði í dag fjögurra ára samning við hollenska bakvörðinn Mitchel Bakker en hann kemur á frjálsri sölu frá AJax.

Bakker er 19 ára gamall og uppalinn hjá Ajax en hann á þó aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins og komu þeir báðir í bikarnum á síðustu leiktíð.

Hann var margoft í hóp hjá liðinu en fékk þó ekki tækifærið í hollensku deildinni og var notaður mikið hjá unglinga- og varaliði Ajax,

Bakker samdi í dag við franska félagið Paris Saint-Germain og gerði fjögurra ára samning en hann kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans rann út um mánaðarmótin.

Hann mun leika með varaliði PSG til að byrja með en hann er fjórði leikmaðurinn sem PSG fær í glugganum. Pablo Sarabia, Marcin Bulka og Ander Herrera gengu allir frá samningum á dögunum.

Daniel Alves, Gianluigi Buffon, Adrien Rabiot fóru allir frá félaginu á frjálsri sölu og þá seldi félagið Grzegorz Krychowiak, Moussa Diaby, Timothy Weah og Giovani Lo Celso. Neymar gæti þá verið á förum til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner