Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 07. ágúst 2018 13:03
Magnús Már Einarsson
Leik Grindavíkur og Víkings R. frestað
Grindvíkingar fagna marki á heimavelli sínum.
Grindvíkingar fagna marki á heimavelli sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Leik Grindavíkur og Víkings R. hefur verið frestað um sólarhring vegna veðurs. Leikurinn átti að fara fram í Grindavík í kvöld en hann fer nú fram annað kvöld klukkan 19:15.

Vindhraði í Grindavík er í kringum 14 metra á sekúndu núna og bæta á í vindinn eftir því sem líða tekur á daginn.

Vindurinn stendur beint á annað markið og ákveðið var að fresta leiknum um einn sólarhring þar sem það var mögulegt.

Einn leikur fer fram í Pepsi-deildinni í kvöld en á morgun eru þrír leikir á dagskrá.

Í dag
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)

Á morgun
18:00 KA-FH (Akureyrarvöllur)
19:15 Fjölnir-Keflavík (Extra völlurinn)
19:15 Grindavík-Víkingur R. (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner