Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Margir höfðu áhyggjur af Van Dijk í kvöld: „Ég er búinn að jafna mig"
Mynd: EPA
Holland vann öruggan 6-1 sigur gegn Tyrklandi í kvöld.

Virgil Van Dijk varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins lék allan leikinn í kvöld en hann er kominn á fullt skrið eftir að hafa misst af meirihluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla.

Hann varð fyrir hnjaski í kvöld er markvörður liðsins Justin Bijlow, átti sendingu í átt að Van Dijk þá varð hann tæklaður niður og kveinkaði sér í ökklanum.

Haaland segist hafa puttabrotið hann í leik Noregs og Hollands á dögunum.

Margir lýstu yfir áhyggjum sínum eftir leikinn í kvöld en hann sagði í viðtali eftir leikinn að þetta væri ekkert alvarlegt og hann væri nú þegar búinn að jafna sig.

„Ég er góður sem betur fer. Ég er búinn að jafna mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner