Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 22:26
Victor Pálsson
Ödegaard átti erfitt með að eignast vini
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal, viðurkennir að hann hafi átt í erfiðleikum með að eignast vini er hann lék með spænska stórliðinu Real Madrid.

Ödegaard var keyptur til Arsenal í sumarglugganum en enska liðið borgaði 30 milljónir punda fyrir Norðmanninn sem var lánaður til félagsins á síðustu leiktíð.

Ödegaard kom fyrst til Real sem aðeins 16 ára gamall unglingur og náði aldrei að festa sig í sessi á Santiago Bernabeu.

Hann talar sjálfur um þessa erfiðleika og virðist vera ánægður í dag á nýjum stað á ferlinum.

„Það komu upp margir erfiðir kaflar bæði í aðalliðinu og í varaliðinu,“ sagði Ödegaard við TV2 í Noregi.

„Að vera í kringum þá bestu gerði mig betri, ég tel mig hafa þroskast hjá Madrid og lærði af leikmönnum eins og Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo.“

„Þegar þú spilar í hæsta gæðaflokki þá er alltaf erfitt að eignast vini og þannig lagað. Það er allavega þannig þegar þú ert ungur og kemur erlendis frá.“

„Ég kom frá annarri menningu og það var ekki auðvelt að aðlagast. Þetta er eitthvað sem var erfitt en gerði mig sterkari.“
Athugasemdir
banner
banner
banner