Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 16:05
Elvar Geir Magnússon
Roberto Martínez að taka við Portúgal
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, fyrrum þjálfari belgíska landsliðsins, er að taka við portúgalska landsliðinu.

Spánverjinn hefur verið í viðræðum um að taka við af Fernando Santos sem lét af störfum eftir að portúgalska liðið tapaði gegn Marokkó í 8-liða úrslitum HM.

Martínez hætti með Belgíu eftir að liðinu mistókst að komast upp úr riðli sínum í Katar.

Þessi fyrrum stjóri Everton og Wigan var ráðinn þjálfari Belga 2016. Undir hans stjórn endaði Belgía í þriðja sæti á HM 2018 en liðið var í öðru sæti á FIFA listanum þegar það kom inn í HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner