Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Jafnt á KR-vellinum - Þór komið í undanúrslit
Benoný Breki Andrésson skoraði mark KR
Benoný Breki Andrésson skoraði mark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR 1-1 Stjarnan
1-0 Benoný Breki Andrésson ('45 )
1-1 Emil Atlason ('62 víti)


KR og Stjarnan spiluðu sinn siðasta leik í Lengjubikarnum í kvöld þegar liðin mættust á KR-vellinum.

Heimamenn náðu forystunni í uppbótatíma í fyrri hálfleik þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason átti glæsilega sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar á Benoný Breka sem kláraði færið vel.

Stjarnan fékk vítaspyrnu þegar brotið var á Örvari Eggertsyni inn á teignum. Emil Atlason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Þessi úrslit þýða að Þór er komið áfram í undanúrslitin en KR hefði þurft að vinna Stjörnuna stórt til að eiga möguleika á að komast áfram.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 5 4 1 0 17 - 3 +14 13
2.    KR 5 3 1 1 13 - 9 +4 10
3.    Fjölnir 5 2 2 1 9 - 8 +1 8
4.    HK 5 1 1 3 7 - 10 -3 4
5.    Stjarnan 5 0 3 2 4 - 11 -7 3
6.    Njarðvík 5 0 2 3 5 - 14 -9 2
Athugasemdir
banner