Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 08. júní 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðjumaður Osasuna skrifar undir tíu ára samning
Jon í svörtu treyjunni.
Jon í svörtu treyjunni.
Mynd: EPA
Osasuna, sem spilar í efstu deild á Spáni, tilkynnti í dag að Jon Moncayola, miðjumaður félagsins, hefði skrifað undir nýjan tíu ára samning við félagið.

Það vekur athygli því yfirleitt er miðað við að leikmenn skrifi undir að hámarki fimm ára samninga.

Jon er 23 ára og kom í gegnum unglingastarfið hjá félaginu. Hann spilaði 41 leik fyrir félagið á liðinni leiktíð og lék með U21 árs landsliði Spánar í riðlakeppni Evrópumótsins.

Hann lék ekki með liðinu í útsláttarkeppninni vegna þess að smitaðist af covid.

Osasuna tilkynnti að Jon sé með riftunarákvæði í samningnum. Ef félag kemur með tilboð sem nemur 22 milljónum evra þá sé Jon frjálst að fara til þess félags. Það ákvæði lækkar niður í 20 milljónir evra eftir tvö ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner