Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. júlí 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sturridge átti jákvæða viku og leit mjög vel út
Sturridge setti tvö í gær.
Sturridge setti tvö í gær.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann 7-0 sigur á Chester úr 6. deild Englands í æfingaleik í gær.

Meiðslavandræði hafa hrjáð Sturridge síðustu ár en í fyrra kom hann aðeins við sögu í níu leikjum hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að vera nokkuð mikið heill. Hann var bara á eftir Roberto Firmino, Mane og Salah í goggunarröðinni. Í janúar var hann lánaður til West Brom þar sem hann fann ekki alveg taktinn.

Sturridge, sem er 28 ára, er kominn aftur til Liverpool og hann byrjar undirbúningstímabilið af krafti.

„Ég sá marga góða hluti frá Daniel," sagði Klopp eftir leikinn gegn Chester í gær.

„Það þarf mikið til þess að Daniel heilli mig vegna þess að ég veit hversu mikil gæði hann er með. Hann átti mjög jákvæða viku og hann leit gríðarlega vel út í þessum leik."

Sjá einnig:
Klopp: Fabinho þarf tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner