Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 08. ágúst 2018 08:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba vill fara - Boateng hringdi í Mourinho
Powerade
Fer Pogba til Barcelona?
Fer Pogba til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Bakayoko.
Bakayoko.
Mynd: Getty Images
West Ham vill Lucas Perez.
West Ham vill Lucas Perez.
Mynd: Getty Images
Glugganum verður lokað á Englandi á morgun fimmtudag klukkan 16:00. Það er því nóg af slúðri í gangi!

Paul Pogba (25), sem varð heimsmeistari með Frakklandi í sumar, hefur sagt liðsfélögum sínum að hann vilji yfirgefa Old Trafford og ganga í raðir Barcelona. (Mail)

Pogba hefur sagt United að hann vilji fá 200 þúsund punda hækkun á vikulaunum ef hann á að vera áfram. (Sun)

United er brjálað út í umboðsmann Pogba, Mino Raiola, fyrir að reyna að stuðla að því að hann fari til Barcelona. (Star)

Manchester United fær ekki þýska varnarmanninn Jerome Boateng (29). Boateng hringdi í Jose Mourinho, stjóra United, og sagðist þakklátur fyrir áhugann en hann yrði áfram hjá Bayern München. (Bild)

Leicester ætlar að fá sér tvo nýja varnarmenn og er það talið auka líkurnar á að enski miðvörðuinn Harry Maguire (25) fari til Manchester United. Króatinn Filip Benkovic (21) hefur þegar farið í læknisskoðun hjá Leicester en hann verður keyptur frá Dinamo Zagreb á 13,5 milljónir punda. Þá er Tyrkinn Caglar Soyuncu (22) nálægt því að koma frá Freiburg. (Mirror)

Kepa (23), markvörður Athletic Bilba, sem er nálægt því að ganga í raðir Chelsea fyrir 71,5 milljónir punda, var nálægt því að semja við Real Madrid í janúar fyrir 17,9 milljónir punda. Þessi Spánverji verður dýrasti markvörður í heimi. (Guardian)

Kepa er að ferðast til London til að ganga frá félagaskiptunum til Chelsea. (AS)

Kepa kemur í staðinn fyrir Thibaut Courtois sem er viss um að hann muni fara til Real Madrid. Spænska félagið er tilbúið að hleypa króatíska miðjumanninum Mateo Kovacic (24) til Stamford Bridge á láni sem hluti af samningnum. (Telegraph)

Real Madrid gæti fengið Thiago Alcantara eða Miralem Pjanic í stað Kovacic. (AS)

Courtois (26) mun fá 200 þúsund punda sekt frá Chelsea fyrir að skrópa á æfingar. (Mail)

AC Milan er í viðræðum um að fá franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (23) lánaðan frá Chelsea. (Sky Sports)

Tottenham gerði 25 milljóna punda tilboð í enska U21-landsliðsmanninn Jack Grealish (22) í gær og bíður eftir svari frá Aston Villa. (Telegraph)

Everton telur líklegt að félagið fái franska varnarmanninn Kurt Zouma (23) lánaðan frá Chelsea. (Mirror)

Watford hefur gert 10 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn James Ward-Prowse (23) hjá Southampton. (Sun)

Koma Joe Hart til Burnley gæti orðið til þess að Tom Heaton (32) yfirgefi félagið á næstu mánuðum. (Mail)

West Ham er að reyna að fá franska miðjumanninn Maxime Gonalons (29) á 8,9 milljónir punda. Gonalons er einnig á óskalistum Everton og Crystal Palace. (90min)

West Ham vonast til að fá spænska framherjann Lucas Perez (29) á 5 milljónir punda. (London Evening Standard)

Crystal Palace og Fulham vilja fá Ganverjann Jordan Ayew (26) en framherjinn hefur skrópað á æfingar Championship-liðsins Swansea. (Mirror)

Newcastle United ætlar að losa sig við Marokkóska varnarmanninn Achraf Lazaar (26) og senegalska miðjumanninn Henri Saivet (27). (Chronicle)

Suður-Afríski sóknarmaðurinn Percy Tau (24) sem Brighton fékk verður lánaður til Royale Union Saint-Gilloise í belgísku B-deildinni. (The Argus)

Enski markvörðurinn Jack Butland (25) gæti neyðst til að vera áfram hjá Stoke því erfitt verður fyrir félagið að kaupa mann í hans stað áður en glugganum verður lokað. Þetta segir Gary Rowett, stjóri Stoke. (Sentinel)

Leeds United ætlar að kaupa miðjumann frá Brighton, Oliver Norwood (27) sem er f yrrum leikmaður Huddersfield. (Leeds Live)

Bolton Wanderers ætlar að vera duglegt við að bæta við leikmönnum fyrir gluggalok. Þar á meðal vill félagið fá sóknarmanninn Joe Garner (30) frá Ipswich. Garner er fyrrum leikmaður Preston. (Bolton News)
Athugasemdir
banner
banner