Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. október 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Besti markmaðurinn spilar"
Icelandair
Cecilía Rán
Cecilía Rán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvenær komi að því að Cecilía Rán Rúnarsdóttir taki við sem aðalmarkvörður landsliðsins.

Cecilía er átján ára gömul og gengur í raðir Everton eftir tímabilið hjá Örebro í Svíþjóð.

Sandra Sigurðardóttir hefur varið mark landsliðsins í keppnisleikjum síðustu misseri. Sandra er leikmaður Íslandsmeistara Vals og átti hún gott tímabil með liðinu í sumar.

Fréttaritari spurði Þorstein Halldórsson eftirfarandi spurningar: Markmannsstaðan, ertu með einhverjar hugmyndir varðandi á hvaða tímapunkti Cecilía gæti tekið við sem aðalmarkvörður liðsins?

Svar Steina var mjög einfalt: „Besti markmaðurinn spilar."

Ekki er það flóknara en það.
Athugasemdir
banner
banner