Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sancho gerði sigurmarkið og Sabitzer sá rautt
Mynd: EPA
Werder Bremen 1 - 2 Dortmund
0-1 Donyell Malen ('21)
0-2 Jadon Sancho ('38)
1-2 Justin Njinmah ('70)
Rautt spjald: Marcel Sabitzer, Dortmund ('45+1)

Borussia Dortmund heimsótti Werder Bremen í lokaleik dagsins í þýska boltanum og voru Marcel Sabitzer og Jadon Sancho báðir í byrjunarliði Dortmund, eftir að hafa leikið með Manchester United á síðustu leiktíð.

Donyell Malen kom Dortmund yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Sancho forystuna með sínu fyrsta marki frá endurkomu sinni til félagsins.

Skömmu síðar fékk Sabitzer að líta beint rautt spjald fyrir brot og þurftu gestirnir því að spila seinni hálfleikinn leikmanni færri.

Dortmund gerði vel að nýta færin sín betur í jöfnum fyrri hálfleik og halda svo út þrátt fyrir að vera færri eftir leikhlé.

Lærisveinar Edin Terzic eru í fjórða sæti þýsku deildarinnar, einu stigi fyrir ofan RB Leipzig í baráttunni um síðasta meistaradeildarsætið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
15 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
16 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner