Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Watford rekur þjálfarann (Staðfest) - Cleverley tekinn við
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enska félagið Watford hefur ekki verið að gera nægilega góða hluti í Championship deildinni á tímabilinu og hefur stjórn félagsins ákveðið að reka þjálfarann.

Valerien Ismael er því rekinn úr starfi eftir tæpt ár við stjórnvölinn, eftir að hafa tekið við af Chris Wilder í maí í fyrra.

Miðjumaðurinn fyrrverandi Tom Cleverley mun taka við sem bráðabirgðastjóri Watford í næstu leikjum, en Cleverley lagði skóna á hilluna síðasta sumar og var ráðinn sem yfirþjálfari U18 ára liðs Watford.

Hann hefur staðið sig feykilega vel í því starfi og fær núna tækifæri til að stýra fyrrum liðsfélögum sínum í meistaraflokki, þrátt fyrir að vera aðeins 34 ára gamall.

Watford er í 13. sæti Championship deildarinnar og er liðið aðeins búið að sigra einn leik af síðustu tólf í öllum keppnum.

Watford er heilum 13 stigum frá umspilssæti um sæti í efstu deild, en aðeins sjö stigum frá fallsvæðinu til að fara niður í League One.

Ismael er rekinn nokkrum klukkutímum eftir 1-2 tap Watford á heimavelli gegn Coventry City fyrr í dag.

Cleverley lék meðal annars fyrir Manchester United og enska landsliðið á ferli sínum sem leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner