Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 09. júní 2018 10:41
Magnús Már Einarsson
Heimir sendi töskuna í Stykkishólm - Flugið frestaðist
Icelandair
Heimir gengur í flugvélina með töskuna góðu eftir að hafa endurheimt hana.
Heimir gengur í flugvélina með töskuna góðu eftir að hafa endurheimt hana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flug Íslands til Gelendzhik í Rússlandi tafðist í dag þar sem Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti ferðatöskuna sína í ranga rútu þegar landsliðið kom saman í morgun.

Heimir setti töskuna sína í farangursgeymsluna á rangri rútu en sú rúta var á leið í Stykkishólm!

Mistökin komust upp þegar rútan var mætt við Hvalfjarðargöngin en Guðlaugur Gunnarsson, starsfmaður KSÍ sem býr á Akranesi, tók töskuna þar og kom henni í Leifsstöð.

„Ég ætlaði að spara tíma. Ég ætlaði að flýta fyrir og setja töskuna út í rútu en þetta var ekki rútan okkar. Ég tek þetta á mig," sagði Heimir og hló í samtali við Fótbolta.net í Leifsstöð.

„Það er gott að byrja á einum góðum brandara. Ég verð fyrir einelti hjá starfsliðinu næstu dagana og Siggi (Dúlla, búningastjóri) hefur eitthvað á mig núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner