Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júní 2022 17:21
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Öllu byrjunarliðinu skipt út - Aron fyrirliði
Patrik í markinu og leikur fyrsta A-landsleik sinn
Albert Guðmundsson byrjar.
Albert Guðmundsson byrjar.
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem mætir San Marínó í vináttulandsleik klukkan 18:45. Arnar gerir alls ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá 1-1 jafnteflinu gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á mánudaginn.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Patrik Sigurður Gunnarsson er í markinu og leikur sinn fyrsta A-landsleik. Aron Elís Þrándarson er með fyrirliðabandið og Albert Guðmundsson er meðal byrjunarliðsmanna.

Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted fóru ekki með liðinu til San Marínó og Bjarki Steinn Bjarkason var með U21 landsliðinu í gær. Inn í hópinn fyrir leikinn við San Marínó koma Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki, og Júlíus Magnússon úr Víkingi.

Byrjunarlið Íslands:
12. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Atli Barkarson
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
4. Ari Leifsson
5. Brynjar Ingi Bjarnason
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
10. Albert Guðmundsson
15. Aron Elís Þrándarson
16. Stefán Teitur Þórðarson
18. Mikael Anderson
21. Mikael Egill Ellertsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum



Athugasemdir
banner
banner